Innlent

Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun

mynd/Bíó Paradís
Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun og stendur fram á miðvikudagskvöld í Bíó Paradís. Opnunarmyndirnar eru heimildamyndin Town of Runners eftir Jerry Rothwell og stuttmyndin Krass eftir Tómas H. Jóhannesson.

Myndirnar verða sýndar klukkan 20:00 á morgun. UN Women og W.O.M.E.N, samtök kvenna af erlendum uppruna bjóða í móttöku hálftíma fyrir sýningu myndanna. Viðburðurinn og opnunarsýningin er öllum opinn og ekkert kostar inn.

Fjöldi erlendra leikstjóra og aðila í kvikmyndagerð sækja hátíðina að þessu sinni. Á meðal gesta eru Michael Auret, leikstjóra og framleiðandi, og pólski leikstjórinn Pawel Wysoczański.

Frekari upplýsingar um Reykjavík Shorts & Docs er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×