Innlent

Chen mun stunda nám við bandarískan háskóla

Chen ásamt fjölskyldu sinni.
Chen ásamt fjölskyldu sinni. mynd/AP
Talið er að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng muni yfirgefa Kína á næstu dögum.

Yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum hafa ákveðið að veita Chen leyfi til að stunda nám við háskóla í Bandaríkjunum. Hann mun ferðast til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni.

Chen flúði úr stofufangelsi fyrir stuttu og leitaði í kjölfarið hælis í bandaríska sendiráðinu í Peking.

Chen, sem er lögfræðingur að mennt, hefur lengi barist fyrir mannréttindum fatlaðra í Kína og gegn þeirri stefnu yfirvalda að enginn megi eiga fleira en eitt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×