Innlent

Litlar skemmdir á Fernöndu - rannsókn hafin

Frá strandstað í gær.
Frá strandstað í gær. mynd/Landhelgisgæslan
Rannsókn er nú hafin á strandi flutningaskipsins Fernanda í innsiglingunni í Sandgerði snemma í gærmorgun.

Ingi Tryggvason, formaður Rannsóknarnefndar Sjóslysa, segir að rannsókn sé á byrjunarstigi og að ekki liggi fyrir hvað hafi ollið slysinu.

Fernanda, sem skráð er í Dóminíska lýðveldinu, er nú við bryggju í Sandgerði en skipið losnaði af sjálfsdáðum rúmum fimm klukkustundum eftir að það strandaði.

Samkvæmt Inga eru skemmdir á skipinu óverulegar en kafarar rannsökuðu skipsskrokkinn í gær.

Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu skipverjum Fernöndu í gærkvöld. Samkvæmt varðstjóra á Suðurnesjum kom ekkert saknæmt fram við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×