Fótbolti

Leikur Íslands og Þýskalands í beinni á Eurosport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
U-17 lið Ísland mætir jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitakeppni EM sem nú fer fram í Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport sem er á Fjölvarpi Stöðvar 2.

Strákarnir byrjuðu á því að gera 2-2 jafntefli við sterkt lið Frakklands í fyrsta leik á föstudagskvöldið.

Þjóðverjar unnu á sama tíma lið Georgíu en tvö efstu lið riðilsins komast áfram í undanúrslit keppninnar.

Gunnlaugur Birgisson og Hjörtur Hermannsson skoruðu mörk Íslands í leiknum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×