Innlent

Skipverjar á færeyskum línubát yfirheyrðir í dag

Færeyski línubáturinn, sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum suður af Vestmannaeyjum í gærmorgun, kom til Vestmannaeyja laust fyrir miðnætti og verða skipverjar yfirheyrðir í dag.

Þeir voru staðnir að veiðum inn í lokuðu hólfi, þar sem svonefnt hrygningarstopp er nú í gildi, en það er sett á til að gefa þorskinum frið til hrygningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×