Enski boltinn

Juventus vill kaupa Van Persie

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal er efstur á óskalista Juventus sem er sagt ætla að reyna að kaupa hann í sumar. Forráðamenn Juve hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins og lýst yfir áhuga sínum.

Samningur Van Persie við Arsenal rennur út eftir ár og Hollendingurinn hefur ekki enn fengist til þess að skrifa undir nýjan samning við Lundúnafélagið.

Arsenal hefur þó gefið út að það komi ekki til greina að selja leikmanninn í sumar þó svo hann skrifi ekki undir nýjan samning.

Félagið segist vera til í að taka þá áhættu að missa leikmanninn án greiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×