Enski boltinn

200 manns fylgdust með Cisse í klippingu

Aðalmaðurinn í Newcastle þessa dagana er framherjinn Papiss Cisse sem skorar mörk nánast í hverjum leik. Vinsældir hans í borginni eru með hreinum ólíkindum líkt og hann fékk að upplifa í vikunni.

Þá skellti leikmaðurinn sér í klippingu, þó ekki væri mikið að klippa, og skömmu síðar voru um 200 manns komnir á glugga hárskerans að fylgjast með.

"Það voru fimm manns á undan honum í röðinni en hann beið kurteis og beið eftir að röðin kæmi að honum. Hann hleypti meira að segja 14 ára strák á undan sér," sagði hárskerinn um hinn kurteisa Cisse.

"Tíu mínútum eftir að hann mætti þá voru 200 manns fyrir utan gluggann hjá okkur. Þetta var brjálað. Ég spurði hann að því hvort ég ætti að draga fyrir en honum var alveg sama."

Hægt er að sjá þessa uppákomu á myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×