Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Tottenham

Lið Heiðars Helgusonar, QPR, vann gríðarlega mikilvægan sigur, 1-0, á Tottenham í dag en allur vindur virðist vera úr liði Spurs.

Adel Taarabt kom QPR yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki beint út aukaspyrnu. Brad Friedel, sem var að spila sinn 300. leik í röð í enska boltanum, náði ekki að verja.

Leikmenn Spurs voru líkt og síðustu vikur algjörlega heillum horfnir en möguleiki opnaðist þegar Taarabt var rekinn af velli tólf mínútum fyrir leikslok.

Ekki tókst Spurs að nýta sér það og QPR fagnaði sigri. Heiðar Helguson sat á bekknum en kom ekki við sögu í leiknum.

Spurs er í fimmta sæti deildarinnar, stigi á undan Chelsea. QPR er í 16. sæti, þrem stigum frá fallsæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

Lið Heiðars Helgusonar, QPR, vann gríðarlega mikilvægan sigur, 1-0, á Tottenham í dag en allur vindur virðist vera úr liði Spurs.

Adel Taarabt kom QPR yfir í fyrri hálfleik með laglegu

marki beint út aukaspyrnu. Brad Friedel, sem var að

spila sinn 300. leik í röð í enska boltanum, náði ekki

að verja.

Leikmenn Spurs voru líkt og síðustu vikur algjörlega

heillum horfnir en möguleiki opnaðist þegar Taarabt var

rekinn af velli tólf mínútum fyrir leikslok.

Ekki tókst Spurs að nýta sér það og QPR fagnaði sigri. Heiðar Helguson sat á bekknum en kom ekki við sögu í leiknum.

Spurs er í fimmta sæti deildarinnar, stigi á undan Chelsea. QPR er í 16. sæti, þrem stigum frá fallsæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×