Enski boltinn

Jafnt hjá Bolton og Swansea | Newcastle í fjórða sætið

Íslendingaliðin Bolton og Swansea skildu jöfn, 1-1, í bráðfjörugum leik á Reebok-vellinum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson léku allan leikinn fyrir sín lið.

Eins og áður segir var leikurinn afar skemmtilegur enda sóttu bæði lið til sigurs. Þau fengi færin til þess að klára leikinn en allt kom fyrir ekki. Báðir Íslendingarnir áttu mjög góðan leik fyrir sín lið.

Bolton er því enn í fallsæti á meðan Swansea siglir lygnan sjó um miðja deild.

Newcastle skellti sér síðan upp í fjórða sæti deildarinnar með öruggum sigri á Stoke. Cabaye fór algjörlega á kostum í liði Newcastle.

Blackburn nældi sér í afar mikilvæg stig en komst samt ekki upp úr fallsæti.

Úrslit:

Aston Villa-Sunderland  0-0

Rautt spjald: Craig Gardner, Sunderland (90.+2).

Blackburn-Norwich  2-0

1-0 Mauro Formica (41.), 2-0 Junior Hoilett (48.)

Bolton-Swansea  1-1

0-1 Scott Sinclair (5.), 1-1 Chris Eagles (13.)

Fulham-Wigan  2-1

0-1 Emmerson Boyce (56.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (57.), 2-1 Philippe Senderos (89.).

Newcastle-Stoke  3-0

1-0 Yohan Cabaye (13.), 2-0 Papiss Cissé (17.), 3-0 Yohan Cabaye (57.).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×