Enski boltinn

Muamba: Það er einhver þarna uppi að gæta mín

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Það eru líkur á því að Muamba snúi aftur á knattspyrnuvöllinn á næsta tímabili
Það eru líkur á því að Muamba snúi aftur á knattspyrnuvöllinn á næsta tímabili
Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sem lenti í hjartastoppi í miðjum leik fyrir rúmum mánuði síðan, hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma og er hann að nálgast fulla heilsu. Muamba var í viðtali um helgina þar sem að hann ræddi hjartastoppið.

„Það er einhver þarna uppi að gæta mín. Það sem hefur gerst fyrir mig er meira en kraftaverk," sagði Muamba.

Muamba lýsti því yfir að hann hafi beðið Guð um að gæta sín fyrir leikinn og það hafi augljóslega skipt máli.

„Morguninn fyrir leik fór ég með bæn þar sem ég bað guð um að gæta mín og varð ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hann. Ég er lifandi sönnun þess að bænir virka. Ég var dáinn i 78 mínútur og ef ég myndi vakna var búist við alvarlegum heilaskemmdum á mér. Ég er þó í fullu fjöri hérna að tala við þig," bætti Muamba við.

„Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Ég fann ekki fyrir neinum verk. Þetta var bara ótrúlega skrýtin tilfinning sem ómögulegt er að útskýra. Ég man bara eftir því að hafa séð tvöfalt, þetta var eins og í draumi," sagði Muamba að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×