Enski boltinn

Redknapp: Ennþá mjög bjartsýnn á Meistaradeildarmöguleika okkar

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Lítið hefur gengið hjá Harry Redknapp og liðsmönnum hans að undanförnu
Lítið hefur gengið hjá Harry Redknapp og liðsmönnum hans að undanförnu
Harry Redknapp, þjálfari Tottenham, segist ennþá vera mjög bjartsýnn á Meistaradeildarmöguleika liðsins þrátt fyrir tap liðsins gegn QPR um helgina. Redknapp viðurkenndi að liðið þyrfti sennilega að vinna síðustu fjóra leiki sína ef það ætlar sér að ná Meistaradeildarsætinu af Newcastle.

"Ég hef ekki áhyggjur af spilamennsku okkar. Ég hef í rauninni bara séð eina slæma frammistöðu frá okkur í undanförnum leikjum og það var gegn Norwich. Við spiluðum ekki illa gegn QPR. Við héldum boltanum allan leikinn en þetta féll bara ekki með okkur. Við þurfum sennilega að vinna alla leikina sem eftir eru en ég er mjög bjartsýnn á okkar möguleika," sagði Redknapp.



"Newcastle eiga eftir að spila erfiða leiki gegn Manchester City og Chelsea og efa ég að þeir vinni báða þá leiki. Þeir hafa samt forskot vegna þess að það er engin pressa á þeim. Þeir hafa spilað ótrúlega í vetur og geta þeir verið rólegir og spilað sinn bolta. Það bjóst enginn við því að þeir yrðu svona ofarlega í töflunni. Alan Pardew hefur gert ótrúlega hluti með liðið á tímabilinu," sagði Redknapp að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×