Enski boltinn

Hodgson: Við vorum heppnir

Hodgson og Dalglish á hliðarlínunni í dag.
Hodgson og Dalglish á hliðarlínunni í dag.
Roy Hodgson, stjóra WBA, leiddist það örugglega ekkert mikið að koma aftur á Anfield í dag og hafa sigur gegn liðinu sem hafði engin not fyrir hann.

Hodgson var þó kurteis og auðmjúkur eftir leikinn eins og hans er von og vísa.

"Ég get ekki neitað því að við vorum heppnir því Liverpool lék mjög vel og setti okkur undir mikla pressu," sagði Hodgson.

"Það var ánægjulegt að ná sigrinum en Liverpool hlýtur að naga sig í handarbökin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×