Enski boltinn

Mancini: United er í betri stöðu en við

Mancini á hliðarlínunni í dag.
Mancini á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Roberto Mancini, stjóri Man. City, lýsti yfir fyrir skömmu síðan að Man. Utd væri orðið enskur meistari. Nú er staðan aftur á móti sú að sigur City á heimavelli gegn United eftir rúma viku setur City á toppinn.

Mancini hélt áfram að gera lítið úr meistaramöguleikum City eftir sigurinn á Wolves í dag.

"Þeir eru með þrem stigum meira en við og eiga auðveldari leiki eftir. United er því í betri stöðu en við," sagði Mancini.

"Mér fannst þessi leikur hjá okkur ekkert sérstakur. Ég var búinn að vara leikmenn við þar sem mér finnst Wolves ekki eiga skilð að falla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×