Enski boltinn

Dalglish: Alltaf sama sagan

Stjórinn átti erfitt með sig á hliðarlínunni í dag.
Stjórinn átti erfitt með sig á hliðarlínunni í dag.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vissi ekki alveg hvernig hann átti að útskýra tapið gegn WBA í dag enda uppskriftin að tapinu sú sama og oft áður í vetur.

Liverpool fékk fjölda færa sem það nýtti ekki og fékk svo á sig klaufalegt mark.

"Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég stend hér eftir leik að segja nákvæmlega sama hlutinn aftur. Þetta er alltaf sama þemað. Við erum að skjóta í markstangirnar og menn að bjarga á línu. Við klúðrum og skjótum í eigin menn," sagði Dalglish.

"Strákarnir eru að spila nógu vel til þess að ná góðum úrslitum og ég get ekki kvartað yfir þeirra framlagi. Það er erfitt að sætta sig við svona töp en þeir gefast ekki upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×