Enski boltinn

Van Persie bestur í enska boltanum | Walker efnilegastur

Robin van Persie.
Robin van Persie.
Hollendingurinn Robin van Persie, leikmaður Arsenal, var í kvöld valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru leikmenn sjálfir sem standa að kjörinu.

Aðrir sem voru tilnefndir voru Joe Hart, Sergio Aguero, David Silva, Wayne Rooney og Scott Parker.

Van Persie hefur átt frábæra leiktíð með Arsenal og valið á honum kemur eflaust engum á óvart. Hann er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 27 mörk.

Kyle Walker, leikmaður Tottenham, var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar en aðrir sem voru tilnefndir voru Dannu Welbeck, Daniel Sturridge, Alex Oxlade-Chamberlain, Sergio Aguero og Gareth Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×