Enski boltinn

Mancini: "Þetta er ekki í okkar höndum"

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er á þeirri skoðun að Englandsmeistaralið Manchster United sé enn líklegast til þess að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta. Man City er aðeins þremur stigum á eftir Man Utd en liðin mætast í deildinni eftir viku, mánudaginn 30. apríl á heimavelli Man City.

Manchester United tapaði niður tveggja marka forskoti gegn Everton á lokamínútunum á laugardaginn í 4-4 jafnteflisleik. Á sama tíma landaði Man City þremur stogum í 2-0 sigri gegn Wolves.

Manchester City er með betri markatölu en Man Utd eins og staðan er í dag, og það eru allar líkur á því að þrír sigrar í þremur síðustu leikjum deildarinnar myndi duga liðinu til þess að enda í efsta sæti.

„Við fáum annað tækifæri en staða Man Utd er betri eins og staðan er núna. Það eru þrír erfiðir leikir framundan, gegn Man Utd, Newcastle og QPR. Newcastle er í baráttu um Meistaradeildarsæti og QPR er í fallbaráttu. Man Utd á einnig eftir tvo erfiða leiki en ekki eins erfiða og okkar leikir eru," sagði Mancini en Man Utd mætir Swansea og Sunderland í síðustu tveimur umferðunum.

Aðeins eitt lið getur unnið deildina, þetta er ekki í okkar höndum. Við erum þremur stigum á eftir," sagði Mancini eftir 2-0 sigur liðsins gegn Wolves um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×