Enski boltinn

Robin van Persie bestur að mati íþróttafréttamanna

Robin van Persie fyrirliði Arsenal.
Robin van Persie fyrirliði Arsenal. Getty Images / Nordic Photos
Robin van Persie fyrirliði Arsenal var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum fótboltaíþróttafréttamanna. Hinn 28 ára gamli Hollendingur hefur skorað 34 mörk á tímabilinu. Wayne Rooney leikmaður Manchester United varð annar, og liðsfélagi hans Paul Scholes endaði í þriðja sæti. Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey hjá Fulham varð fjórði.

Í síðustu viku var Robin van Persie valinn leikmaður ársins í kjöri sem leikmannasamtökin á Englandi standa fyrir. Þau verðlaun voru fyrst veitt árið 1948.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×