Þurfum að stíga varlega til jarðar varðandi vopnaða lögreglu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. apríl 2012 19:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er tilbúinn að skoða hugmyndir um að lögreglan fái auknar heimildir til vopnaburðar. Hann segist skilja áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi. Lögreglumenn vilja fá heimild til að ganga um með rafbyssur og hafa skammbyssur í lögreglubílum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Landssamband lögreglumanna lét gera nýlega en greint var frá málinu í fréttum stöðvar tvö í gær. „Þetta kemur út úr þessari könnun að það er almennur vilji og mikill meirihluta vilji lögreglumanna að þetta sé gert. þetta kostar allt peninga og kostar mikla og skipulagða þjálfun og átak í þjálfun lögreglumanna það er annað sem kom fram í þessari könnun að það þarf að gera það hvort eð er hvort sem að þessi leið yrði farin eða ekki," sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist vera tilbúinn að skoða þessar hugmyndir en ráðuneytið hefur ekki fengið formlegt erindi frá lögreglumönnum vegna málsins. „Ég skil mjög vel áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi og ekki viljum við hafa lögregluna óvarða. Og ófæra um að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart vopnuðum ofbeldismönnum. ég minni þó á að víkingasveitin hefur vopn undir höndum og síðan er það sitthvað að lögreglan almennt sé með vopn, beri vopn eða hafi aðgang að vopnum," segir Ögmundur. Hugmyndin um að hafa skammbyssur lögreglubílum byggir á norskri fyrirmynd. Vopnin eru geymd í sérstakri hirslu sem er fest í bílinn og tryggilega læst. „Og jafnvel er hægt að hugsa sér það t.d. ef það er verið að skoða þessa leið hér að þetta yrði ekki opnað og ekki hægt að opna nema með einhverjum aðgangskóðum frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eða eitthvað þvíumlíkt, það er alls kyns tækniútfærslur á því," útskýrir Snorri. Ögmundur segir þó mikilvægt að stíga varlega til jarðar í málinu. „Ástæðan fyrir því að menn hafa vilja fara varlega er að vopn kalla á vopn," segir Ögmundur. Þannig að þú óttast að ef lögreglan fer að ganga um með skammbyssur þá muni glæpamenn líka fara ganga um með skammbyssur? „Það er sú röksemd sem teflt hefur verið fram til þessa, ekki bara af minni hálfu heldur af hálfu lögreglunnar líka," svarar Ögmundur. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er tilbúinn að skoða hugmyndir um að lögreglan fái auknar heimildir til vopnaburðar. Hann segist skilja áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi. Lögreglumenn vilja fá heimild til að ganga um með rafbyssur og hafa skammbyssur í lögreglubílum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Landssamband lögreglumanna lét gera nýlega en greint var frá málinu í fréttum stöðvar tvö í gær. „Þetta kemur út úr þessari könnun að það er almennur vilji og mikill meirihluta vilji lögreglumanna að þetta sé gert. þetta kostar allt peninga og kostar mikla og skipulagða þjálfun og átak í þjálfun lögreglumanna það er annað sem kom fram í þessari könnun að það þarf að gera það hvort eð er hvort sem að þessi leið yrði farin eða ekki," sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist vera tilbúinn að skoða þessar hugmyndir en ráðuneytið hefur ekki fengið formlegt erindi frá lögreglumönnum vegna málsins. „Ég skil mjög vel áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi og ekki viljum við hafa lögregluna óvarða. Og ófæra um að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart vopnuðum ofbeldismönnum. ég minni þó á að víkingasveitin hefur vopn undir höndum og síðan er það sitthvað að lögreglan almennt sé með vopn, beri vopn eða hafi aðgang að vopnum," segir Ögmundur. Hugmyndin um að hafa skammbyssur lögreglubílum byggir á norskri fyrirmynd. Vopnin eru geymd í sérstakri hirslu sem er fest í bílinn og tryggilega læst. „Og jafnvel er hægt að hugsa sér það t.d. ef það er verið að skoða þessa leið hér að þetta yrði ekki opnað og ekki hægt að opna nema með einhverjum aðgangskóðum frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eða eitthvað þvíumlíkt, það er alls kyns tækniútfærslur á því," útskýrir Snorri. Ögmundur segir þó mikilvægt að stíga varlega til jarðar í málinu. „Ástæðan fyrir því að menn hafa vilja fara varlega er að vopn kalla á vopn," segir Ögmundur. Þannig að þú óttast að ef lögreglan fer að ganga um með skammbyssur þá muni glæpamenn líka fara ganga um með skammbyssur? „Það er sú röksemd sem teflt hefur verið fram til þessa, ekki bara af minni hálfu heldur af hálfu lögreglunnar líka," svarar Ögmundur.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira