Lífið

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones væntanleg

Daenerys Targaryen sem leikin er af Emilia Clarke.
Daenerys Targaryen sem leikin er af Emilia Clarke.
HBO-sjónvarpsstöðin, sem framleiðir Game of Thrones, hefur tilkynnt að áframhald verði á þáttunum en önnur þáttaröðin hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi 1. apríl og þættirnir eru sýndir innan við sólarhring síðar á Stöð 2.



Önnur þáttaröð var tekin upp bæði á Norður-Írlandi og á Íslandi og hafa framleiðendur þáttanna lýst því yfir að þeir vilji koma aftur til Íslands að taka upp efni fyrir næstu þáttaröð.



Game of Thrones er stórbrotin saga um svik og undirferli, drengskap og heiður, valdabaráttu og sæta sigra. Sagan er byggð á metsölubókum eftir George R.R. Martin og sögusviðið er ævintýraheimur sem kallast Sjö konungsríki Westeros.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×