Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:30 Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira