Carroll kom Liverpool í úrslitaleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 00:06 Nordic Photos / Getty Images Andy Carroll var annan leikinn í röð hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á grannliðinu Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Everton komst yfir í fyrri hálfleik með marki Nikica Jelevic en framherjarnir Luis Suarez og áðurnefndur Carroll skoruðu mörk Liverpool í seinni hálfleik. Carroll skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu aðeins fáeinum mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega en margir bláklæddir sáust fella tár í stúkunni á Wembley. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið gerðu sig líklega til að skora. En ísinn var ekki brotinn fyrr en á 25. mínútu þegar varnarmenn Liverpool gerðu sig seka um skelfileg mistök. Þeir Daniel Agger og Jamie Carragher hikuðu báðir við að hreinsa boltann frá marki og endaði það með því að Carragher skaut í Tim Cahill og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Jelavic. Króatinn þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði auðveldlega. Liverpool sótti eftir þetta en með litlum árangri. Everton lá nokkuð til baka og beitti skyndisóknum en þeir bláu höfðu forystuna þegar flautað var til hálfleiks. Andy Carroll fékk dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Stewart Downing en fór illa að ráði sínu og klúðraði fyrir nánast opnu marki. Það þurfti á endanum önnur varnarmistök til að fá annað mark í leikinn. Sylvain Distin reyndi sendingu til baka en hún var slök. Suarez komst inn í sendinguna og skoraði fram hjá Tim Howard í markinu. Þetta gerðist þegar um hálftími var eftir af leiknum og sóttu bæði lið án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það er að segja þar til að Carroll skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Craig Bellamy, sem hafði komið inn á sem varamaður, tók aukaspyrnu við hornfánann sem var dæmd á Seamus Coleman fyrir að brjóta á Steven Gerrard. Coleman var reyndar á gulu spjaldi og var heppinn við að sleppa við annað. En Bellamy sendi boltann inn í teig og beint á kollinn á Carroll sem skoraði með flottum skalla í fjærhornið. Þar með breyttist hann úr skúrki í hetju á augabragði og sá til þess að Liverpool leikur til úrslita um enska bikarinn í lok næsta mánaðar, gegn annað hvort Tottenham eða Chelsea. Þau lið mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Andy Carroll var annan leikinn í röð hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á grannliðinu Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Everton komst yfir í fyrri hálfleik með marki Nikica Jelevic en framherjarnir Luis Suarez og áðurnefndur Carroll skoruðu mörk Liverpool í seinni hálfleik. Carroll skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu aðeins fáeinum mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega en margir bláklæddir sáust fella tár í stúkunni á Wembley. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið gerðu sig líklega til að skora. En ísinn var ekki brotinn fyrr en á 25. mínútu þegar varnarmenn Liverpool gerðu sig seka um skelfileg mistök. Þeir Daniel Agger og Jamie Carragher hikuðu báðir við að hreinsa boltann frá marki og endaði það með því að Carragher skaut í Tim Cahill og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Jelavic. Króatinn þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði auðveldlega. Liverpool sótti eftir þetta en með litlum árangri. Everton lá nokkuð til baka og beitti skyndisóknum en þeir bláu höfðu forystuna þegar flautað var til hálfleiks. Andy Carroll fékk dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Stewart Downing en fór illa að ráði sínu og klúðraði fyrir nánast opnu marki. Það þurfti á endanum önnur varnarmistök til að fá annað mark í leikinn. Sylvain Distin reyndi sendingu til baka en hún var slök. Suarez komst inn í sendinguna og skoraði fram hjá Tim Howard í markinu. Þetta gerðist þegar um hálftími var eftir af leiknum og sóttu bæði lið án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það er að segja þar til að Carroll skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Craig Bellamy, sem hafði komið inn á sem varamaður, tók aukaspyrnu við hornfánann sem var dæmd á Seamus Coleman fyrir að brjóta á Steven Gerrard. Coleman var reyndar á gulu spjaldi og var heppinn við að sleppa við annað. En Bellamy sendi boltann inn í teig og beint á kollinn á Carroll sem skoraði með flottum skalla í fjærhornið. Þar með breyttist hann úr skúrki í hetju á augabragði og sá til þess að Liverpool leikur til úrslita um enska bikarinn í lok næsta mánaðar, gegn annað hvort Tottenham eða Chelsea. Þau lið mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira