Innlent

Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar í dag

MYND/Arnþór
Vegna ölduhæðar og óvissu um dýpi í Landeyjahöfn siglir Herjólfur að minnsta kosti fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Nú er ölduhæð í Landeyjahöfn 2.9 metrar og vindur 17 m/s.

Í tilkynningu segir að aðstæður geti breyst og við þeim verður brugðist og sendar þar að lútandi tilkynningar á neðangreinda staði um leið og einhverjar breytingar verða ákveðnar.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×