Innlent

Steingrímur J, Sigfússon: Ekki fara á taugum

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að þátttaka ESB í málshöfðun ESA gegn Íslandi, gefi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum við Evrópusambandið. „Það er óþarfi að fara á taugum," bætti hann við þegar hann svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara um pólitísk áhrif ákvörðunar sambandsins.

Steingrímur sagði pólitísku áhrifin þau að það væri ekki jákvætt innlegg í samskipti Íslands við ESB að þeir skyldu skjóta sér inn í dómsmálið sem varðar Icesave. Hann sagði það einfaldlega hið pólitíska eðli málsins, það gæfi þó ekki tilefni til þess að rjúka upp til handa og fóta. Hann varaði ennfremur við því að blanda óskyldum málum saman.

Hann sagði ennfremur að þessi ákvörðun ESB gæfi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum í ljósi þess að það væri best fyrir þjóðina að finna út grundvallarhagsmuni þjóðarinnar svo sem það sem varðar fiskveiðar og landbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×