Innlent

Sæbraut lokuð eftir umferðarslys

Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ástæðan umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lentu bifhjól og bifreið saman. Ökumaður bifhjólsins slasaðist töluvert og hefur verið fluttur á slysadeild.

Slökkviliðið og lögreglan eru enn á slysstað og er óvíst hversu lengi Sæbrautin verður lokuð, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×