Innlent

Mál hundaníðings þingfest í dag

Þingeyri.
Þingeyri.
Mál gegn tæplega þrítugum karlmanni sem sakaður er um að hafa drepið hundinn Kol, verður þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða eftir hádegið. Maðurinn, sem titlar sig sem tónlistarmaður, er ákærður fyrir að hafa bundið fram- og afturfætur hundsins við tvö bíldekk í desember síðastliðnum og því næst kastað hundinum ofan af vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst 8. desember í Þingeyrarhöfn.

Maðurinn hefur játað að hafa drepið dýrið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Málið verður hinsvegar þingfest eftir hádegi og þá kemur í ljós hvaða afstöðu hann gefur upp til sakarefnanna.

Málið vakti töluverðan óhug á sínum tíma enda þótti drápið sérstaklega ómannúðlegt. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×