Enski boltinn

Rooney einu marki á eftir George Best

Tvær United-goðsagnir.
Tvær United-goðsagnir.
Wayne Rooney verður fljótlega orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu Man. Utd. Rooney vantar aðeins eitt mark til þess að jafna þá George Best og Dennis Viollet.

Rooney er búinn að skora 178 mörk fyrir Man. Utd síðan hann kom til félagsins árið 2004 frá Everton. Tvö mörk í viðbót setja hann í fjórða sætið á markaskoraralista Man. Utd.

Aðeins Bobby Charlton, Denis Law og Jack Rowley hafa náð að skora yfir 200 mörk fyrir félagið.

"Það væri frábært að jafna metið og komast fram úr Best og Viollet. Það væri áfangi sem myndi gera mig virkilega stoltan. Vonandi næ ég þessum áfanga á þessu tímabil en annars er ég bara að hugsa um næsta leik," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×