Vísar því á bug að netsamband Íslands við umheiminn hafi verið í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:15 Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08