Ráðherrann lagðist gegn veiðigjaldi þá en segir aðstæður nú breyttar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að aðstæður í sjávarútvegi hafi breyst verulega síðan hann lagðist gegn álagningu veiðigjalds og rökstuddi það í tíu liðum sem óbreyttur þingmaður en nú sem ráðherra leggur hann til að 70 prósent af arði í sjávarútvegi renni til ríkisins. Fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 1997, skrifaði Steingrímur J. Sigfússon, sem þá var þingmaður Alþýðubandalagsins, grein í Útveginn, fréttarit Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þar sem hann rökstuddi í 10 liðum hvers vegna álagning veiðigjalds í sjávarútvegi væri bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherrans Steingríms um veiðigjald í sjávarútvegi er lagt til tvíþætt gjaldtaka í sjávarútvegi. Annars vegar almennt veiðigjald, sem er 8 krónur á hvert kíló og svo sérstakt veiðigjald sem verður 70 prósent af samanlögðum hagnaði á hvert kíló í sjávarútveginum að frádregnum kostnaði og almennu veiðigjaldi, sem mun renna til ríkisins. Útgerðarmönnum finnst þetta allt of hátt. Meðal þess sem Steingrímur sagði um veiðigjald í umræddri grein fréttariti LÍÚ á sínum tíma var: „Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður." „(Ú)tilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina."Áfall fyrir landsbyggðina í „margföldum skilningi." Steingrímur vék líka að skuldastöðu sjávarútvegsins sem var erfið á þessum tíma. „Með veiðigjaldi myndu skuldir greiðast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt." „(O)g að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi, býr greininni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt." „Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu út úr greininni." „Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggðina í margföldum skilningi." „Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga," sagði Steingrímur þá, en blaðið sem greinin birtist í má nálgast í viðhengi með frétt. En hvað hefur breyst nú 15 árum síðar? „Við erum að tala um allt aðra tegund skattlagningar. Annað andlag. Við erum að tala um umframarðinn sem sprettur af auðlindinni við vissar aðstæður og við erum að tala um sjávarútveginn á öðrum tíma og í allt öðrum aðstæðum heldur en þarna var. En auðvitað hafa menn gaman af því að fletta þessu upp," segir Steingrímur.Sjávarútvegurinn var að koma úr löngu erfiðleikatímabili Steingrímur segir þetta mikilvægt atriði, í hvaða stöðu sjávarútvegurinn var á þessum tíma árið 1997. „Sjávarútvegurinn var þá að koma út úr löngu erfiðleikatímabili. Það hafði þurft að endurfjármagna fyrirtækin í stórum stíl um 1990. Það var alls ekki kominn sú staða sem nú er uppi, að mörg fyrirtækin eru orðin mjög stór með veiðiheimildir í mörgum tegundum og það er mikil renta sem myndast við núverandi aðstæður, þegar gengið er lágt, aflabrögðin góð og afurðaverðin há. (...) Aðalatriðið er að frá þeim tíma sem liðinn er frá 1997 hefur þróast og þroskast mikið hér umræðan um auðlindamál og auðlindarentu og sameign á auðlindum og hvernig þjóðin eigi að njóta þeirra. Það er sú nálgun sem við erum að tala um í dag og hún er allt önnur en þarna var uppi," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að aðstæður í sjávarútvegi hafi breyst verulega síðan hann lagðist gegn álagningu veiðigjalds og rökstuddi það í tíu liðum sem óbreyttur þingmaður en nú sem ráðherra leggur hann til að 70 prósent af arði í sjávarútvegi renni til ríkisins. Fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 1997, skrifaði Steingrímur J. Sigfússon, sem þá var þingmaður Alþýðubandalagsins, grein í Útveginn, fréttarit Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þar sem hann rökstuddi í 10 liðum hvers vegna álagning veiðigjalds í sjávarútvegi væri bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherrans Steingríms um veiðigjald í sjávarútvegi er lagt til tvíþætt gjaldtaka í sjávarútvegi. Annars vegar almennt veiðigjald, sem er 8 krónur á hvert kíló og svo sérstakt veiðigjald sem verður 70 prósent af samanlögðum hagnaði á hvert kíló í sjávarútveginum að frádregnum kostnaði og almennu veiðigjaldi, sem mun renna til ríkisins. Útgerðarmönnum finnst þetta allt of hátt. Meðal þess sem Steingrímur sagði um veiðigjald í umræddri grein fréttariti LÍÚ á sínum tíma var: „Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður." „(Ú)tilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina."Áfall fyrir landsbyggðina í „margföldum skilningi." Steingrímur vék líka að skuldastöðu sjávarútvegsins sem var erfið á þessum tíma. „Með veiðigjaldi myndu skuldir greiðast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt." „(O)g að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi, býr greininni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt." „Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu út úr greininni." „Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggðina í margföldum skilningi." „Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga," sagði Steingrímur þá, en blaðið sem greinin birtist í má nálgast í viðhengi með frétt. En hvað hefur breyst nú 15 árum síðar? „Við erum að tala um allt aðra tegund skattlagningar. Annað andlag. Við erum að tala um umframarðinn sem sprettur af auðlindinni við vissar aðstæður og við erum að tala um sjávarútveginn á öðrum tíma og í allt öðrum aðstæðum heldur en þarna var. En auðvitað hafa menn gaman af því að fletta þessu upp," segir Steingrímur.Sjávarútvegurinn var að koma úr löngu erfiðleikatímabili Steingrímur segir þetta mikilvægt atriði, í hvaða stöðu sjávarútvegurinn var á þessum tíma árið 1997. „Sjávarútvegurinn var þá að koma út úr löngu erfiðleikatímabili. Það hafði þurft að endurfjármagna fyrirtækin í stórum stíl um 1990. Það var alls ekki kominn sú staða sem nú er uppi, að mörg fyrirtækin eru orðin mjög stór með veiðiheimildir í mörgum tegundum og það er mikil renta sem myndast við núverandi aðstæður, þegar gengið er lágt, aflabrögðin góð og afurðaverðin há. (...) Aðalatriðið er að frá þeim tíma sem liðinn er frá 1997 hefur þróast og þroskast mikið hér umræðan um auðlindamál og auðlindarentu og sameign á auðlindum og hvernig þjóðin eigi að njóta þeirra. Það er sú nálgun sem við erum að tala um í dag og hún er allt önnur en þarna var uppi," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent