Innlent

Lítil fis flugvél brotlenti á Hólmsheiði

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar lítil fis flugvél þeirra brotlenti á flugvellinum á Hólmsheiði, ofan við Geitháls, í gærkvöldi.

Tildrög liggja ekki fyrir, en svo virðist sem þeir hafi verið að æfa snertilendingar þegar óhappið varð. Vélin skemmdist töluvert, eftir því sem fréttastofa kemst næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×