Innlent

Þrír menn í Norrænu báðu um hæli á Íslandi

Þrír karlmenn, sem tollverðir höfðu afskipti af við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær, gátu ekki framvísað neinum gildum skilríkjum.

Þeir komu með ferjunni frá Kaupmannahöfn og óskuðu þeir eftir hæli hér á landi. Talið er að þeir hafi dvalið í Svíþjóð og jafnvel leitað hælis þar.

Tollverðir vísuðu málinu til lögreglu, sem sendir mennina til Reykjavíkur, þar sem fjallað verður um mál þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×