Innlent

Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss

Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í ruslageymslu í Fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Hann var staðbundinn í einni tunnu og var slökktur á svipstundu.

Einhver reykur hafði borist inn í sameignina og dugði að lofta þar út. Skömmu síðar var tilkynnt um smávægilegan eld í rusli við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, en hann var óverulegur og auðslökktur. Ekki hlaust tjón af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×