Innlent

Snjókoma á Akureyri í nótt

Jörð gránaði af snjó á Akureyri í nótt og víðar var éljagangur á Noðrausturlandi. Þá var hiti við frostmark í Reykjavík undir morgun.

Veðurhorfur eru þó góðar á landinu fyrir sumardaginn fyrsta á morgun nema hvað smá él gets orðið á Norðausturlandinu.

Líkur eru á að vetur og sumar frjósi saman, að minnsta kosti á því svæði, en samkvæmt þjóðtrúnni veit það á gott sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×