Innlent

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag

MYND/Arnþór
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag miðvikudag fulla áætlun eða fjórar ferðir.

Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 08:00, 11:30, 17;30 og 20:30 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:00, 13:00, 19:00 og 21:30. Rútur verða skv. áætlun Strætó sjá nánar á straeto.is

Í tilkynningu segir að aðstæður geti breyst og tilkynningar verða settar á neðangreinda staði um leið og einhverjar breytingar verða ákveðnar.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×