Innlent

Samstaða vill ljúka viðræðunum um aðild að ESB

Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar í Reykjavík fer fram á að ríkisstjórnin ljúki viðræðum um aðild Íslands á Evrópusambandinu fyrir fyrsta ágúst.

Verði ferlinu ekki lokið fyrir þann tíma krefst stjórn Samstöðu í Reykjavík þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi samningaferlinu áfram, eigi síðar en í nóvember. Brýnt sé að viðræðunum ljúki á þessu ári svo þær skyggi ekki á brýn kosningamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×