Enski boltinn

Lescott: Balotelli fær ósanngjarna meðferð

Lescott með Balotelli og Beckham.
Lescott með Balotelli og Beckham.
Joleon Lescott, varnarmaður Man. City, er ekki ánægður með þær árásir sem hafa verið gerðar á sóknarmanninn Mario Balotelli í fjölmiðlum upp á síðkastið.

Englendingar virðast vera komnir með upp í kok af fíflaskapnum og ruglinu í Balotelli og hefur hann fengið að finna fyrir því.

"Það er illa gert að kenna Mario um okkar slæma gengi. Hann er ungur leikmaður sem mun gera mistök. Það gerðu allir á hans aldri," sagði Lescott en rauða spjald Balotelli gegn Arsenal fyllti mælinn hjá flestum.

"Hann er eðlilega svekktur með þetta en ég veit að hann hefur lært af því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×