Innlent

Íslendingar safnað mestu - miðað við höfðatölu

Sautján milljónir króna hafa nú safnast hér á landi fyrir neyðaraðgerðum á Sahel-svæðinu en UNICEF stendur fyrir framtakinu. Allar landsnefndir UNICEF standa að söfnuninni og hafa viðbrögð Íslendinga verið mjög sterk. Nú er svo komið að framlögin frá Íslandi eru hæst miðað við höfðatölu.

Hátt í 6500 manns hafa lagt söfnun UNICEF lið hér á landi. Neyðin á svæðinu, sem er samanstendur af átta ríkjum í vestur- og mið-Afríku. UNICEF óttast að ein milljón barna gæti látið lífið á næstu vikum berist þeim ekki hjálp. UNICEF er á staðnum í öllum ríkjunum sem um ræðir en allt hjálparstarf samtakanna byggist á frjálsum framlögum.

Hægt er að styrkja neyðarstarfið á Sahel-svæðinu með því að hringja í söfnunarsímanúmerin:

908-1000 (1.000 krónur)

908-3000 (3.000 krónur)

908-5000 (5.000 krónur)

Einnig er hægt að styrkja neyðaraðgerðirnar í gegnum heimasíðu UNICEF á Íslandi eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 701-26-102040 (kt. 481203-2950).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×