Innlent

Tíndu kaffimál og sígarettustubba

Það safnaðist mikið rusl
Það safnaðist mikið rusl Mynd/hagaskóli.is
Nemendur í Hagaskóla í Reykjavik sýndu samfélagsábyrgð í morgun og týndu upp rusl í næsta nágrenni skólans. Þau tóku þar með áskorun borgarstarfsmanna um að hver og einn legði sitt af mörkum til að hreinsa borgina eftir veturinn.

Krakkarnir fóru um Vesturbæ í flokkum vopnuð latex-hönskum og plastpokum og fylltu hvern pokann af öðrum af kaffimálum, sígarettupökkum, stubbum og flugeldarusli.

Stóru svæðunum umhverfis skólann var skipt upp í 18 reiti sem hver bekkur hreinsaði eftir bestu getu. Eftir vel unnið verk voru pylsur grillaðar í vorsólinni sem nemendur borðuðu af bestu lyst, eins og segir á vef Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×