Innlent

Skólarúta fór út af vegi - minniháttar meiðsli

Meiðsli voru minniháttar og var einn fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.
Meiðsli voru minniháttar og var einn fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi. mynd/Jóhann K. Jóhannsson
Rútubifreið með 68 skólabörnum af höfuðborgarsvæðinu fór út af Nesjavallavegi í Grafningi fyrr í kvöld. Meiðsli voru minniháttar og var einn fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.

Tiltækar sjúkrabifreiðir voru sendar á vettvang ásamt því að hópslysaviðbúnaður var virkjaður.

Aðrar rútur voru fengnar til að flytja skólakrakkana á fyrirhugaðan náttstað.

Krakkarnir bera sig vel að sögn lögreglu. Fulltrúar Rauða Krossins munu ræða við þau þegar börnin koma á áfangastað sinn.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er á vettvangi ásamt bíltæknifræðingi vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×