Fótbolti

Romario hefur enga trú á Brasilíumönnum á HM 2014

Gömlu kempurnar Romario og Ronaldo.
Gömlu kempurnar Romario og Ronaldo. AP
Heimsmeistaramótið í knattspynu fer fram í Brasilíu árið 2014 og heimamenn eru bjartsýnir á að landslið þeirra nái að landa titlinum á heimavelli. Einn þekktasti markaskorari síðari tíma, Brasilíumaðurinn Romario, er með sterkar skoðanir á landsliði Brasilíu og að hans mati er liðið eitt það lélegasta sem Brasilíumenn hafi átt.

„Landsliðið okkar getur ekki neitt og liðið mun ekki komast upp úr riðlakeppninni," sagði hinn 46 ára gamli Romario við dagblaðið O'Dia í heimalandinu. Romario var í aðalhlutverki þegar Brasilíumenn urðu heimsmeistarar árið 1994 í Bandaríkjunum. Romario hefur enga trú á landsliðsþjálfaranum Mano Menezes. Romario skoraði 55 mörk fyrir Brasilíu í 77 landsleikjum en hann hætti að spila árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×