Innlent

Sakar Bryndísi um lygar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bryndís ásamt Jóni Baldvini eiginmanni sínum.
Bryndís ásamt Jóni Baldvini eiginmanni sínum.
Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, sakar hana um lygar í aðsendri grein í Fréttatímanum í dag. Málið snýst um viðtal og grein sem Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, skrifaði um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, gegn Guðrúnu Harðardóttur. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði ásökununum á hendur Jóni í aðsendri grein sem hún sendi í Fréttatímann fyrir viku. Halla, sem er systir Guðrúnar, ákvað að svara Bryndísi í grein sem hún birtir í Fréttatímanum í dag.

Í grein sinni í Fréttatímanum sakar Bryndís Guðrúnu um eftiráspuna. „Árið 1996 fékk Guðrún að fara með okkur öllum sem barnapía til Spánar. Þá þurfti að bera sólarolíu á börnin, sem við skiptumst á um að gera, við hjónin og Kolfinna (fyrsta áreiti). Þremur árum eftir þetta (1999) vorum við öll gestir á heimili dóttur okkar í Róm. Það var þá, sem eiginmaður minn gantaðist við Guðrúnu um hringinn, sem hún hafði látið setja í tunguna á sér. (Annað áreiti). Hún gleymir því, að það voru fleiri viðstaddir í stofunni. Ertni af þessu tagi verður seint flokkuð undir áreiti. Við fórum í sjóinn og létum karlana henda okkur út í öldurnar (þriðja áreiti). (Af einhverjum ástæðum er þessu sleppt í upptalningunni í Nýju lífi). Fjórða áreitið var þegar sami maður bauð henni upp á „viskí og vindil", að hennar sögn. Þetta gæti að vísu hljómað óhugnanlega, en það hefði mátt bæta því við, að það er verið að vísa til áramótateitis og allt húsið undirlagt gestum," segir Bryndís.

Í svari sínu segir Halla, systir Guðrúnar, að Guðrún hafi vaknað tvisvar sinnum upp um miðja nótt, inni á heimili þeirra, við Jón Baldvin. Í bæði skiptin hafi verið um virkan skóladag að ræða, og vitni að báðum þessum atburðum. Það sé því hrein og klár lygi að segja að um áramótateiti hafi verið að ræða og að húsið hafi verið undirlagt af gestum. Þá segir Halla að í ferðinni til Spánar hafi Guðrún verið beðin um að koma með sem barnapía fyrir börn Kolfinnu, sem var því alls ekki með í ferðinni. Í umræddri ferð bar enginn nema eiginmaður þinn sólarolíu á Guðrúnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×