Innlent

Sundhöllin 75 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr heita pottinum í Sundhöll Reykjavíkur.
Úr heita pottinum í Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur er 75 ára í dag og verður afmælishátíð allan daginn fyrir gesti og velunnara. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mun flytja ávarp og boðið verður upp á kaffi og köku í afgreiðslu laugarinnar.

Eva segir í samtali við Vísi að Sundhöllin hafi staðið af sér tímana tvenna. Þetta er elsta og fallegasta sundlaugin í Reykjavík. Hún var til staðar þegar við hlutum sjáfstæði og er til staðar nú þegar við búum nú við efnahagsþrengingar en engu að síður heldur fólk áfram að mæta. Fólk mætir fyrir félagsskapinn, til að efla heilsu og til að leika sér," segir Eva.

„Ég held að við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu dýrmætar þessar sundlaugar okkar eru. Allir þekkja það sem þekkja fólk sem býr erlendis að fólk saknar vatnsins og svo saknar það sundlauganna. Þannig að þetta er sannarlega hátíðardagur því 75 ár er langur líftími fyrir sundlaug," segir Eva.

Í hópi, sem Eva stýrir og hefur það hlutverk að skoða framtíð sundlauganna, er verið að skoða hvort breytingar verði gerðar á Sundhöllinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×