Innlent

Þarf meira en 50% atkvæða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Biskupsefni þarf meira en 50% atkvæða til þess að hljóta kjör, samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu. Talning atkvæða í fyrstu umferð kjörsins fer fram í dag og hefst klukkan eitt. Átta manns eru í kjöri og er gert ráð fyrir því að ef enginn þeirra fær meira en helming atkvæða gætu ný kjörgögn farið út 2. apríl, þeim yrði skilað 16. apríl og talið yrði 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×