Dorrit með ADHD og lesblindu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2012 12:45 Dorrit Moussief er í viðtali við Verzlunarskólablaðið. mynd/ getty. Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira