Innlent

Sigurður Árni og Agnes efst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, urðu efst í biskupskjörinu þegar úrslit lágu fyrir í fyrri umferð kjörsins. Atkvæði voru talin í dag. Alls höfðu átta manns gefið kost á sér í embættið. Síðari umferð kosninganna mun fara fram í apríl. Gert er ráð fyrir að atkvæði verði talin 20. apríl.

Á kjörskrá voru 502 og greidd voru 477 atkvæði. 1 seðill var ógildur. 95% þátttaka var í kosningunni.

Atkvæði féllu þannig:

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir fékk 131 atkvæði 27,5%

Sr. Gunnar Sigurjónsson fékk 33 atkvæði 6,9%

Sr. Kristján Valur Ingólfsson fékk 37 atkvæði 7,8%

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fékk 76 atkvæði 16%

Dr. Sigurður Árni Þórðarson fékk 120 atkvæði 25,2%

Sr. Þórhallur Heimisson fékk 27 atkvæði 5,7%

Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fékk 2 atkvæði 0,4%

Sr. Örn Bárður Jónsson fékk 49 atkvæði 10,3%

Sr. Arnfríður Einarsdóttir fékk 1 atkvæði 0,2%Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.