Andy Murray vill skimun fyrir hjartasjúkdómum í tennis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 14:00 Murray gefur upp á Flórída. Nordic Photos / Getty Images Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Erlendar Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3.
Erlendar Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira