Innlent

Líkamsárás í heimahúsi

Maður handtekinn í heimahúsi í austurborginni grunaður um líkamsárás. Hann er enn í fangageymslu en sökum áfengisvímu var ekki hægt að yfirheyra hann í nótt. Það verður gert þegar líða tekur á daginn.

Ungur maður var stöðvaður á Dalvegi rétt eftir miðnætti grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Á honum fundust einnig fíkniefni. Síðar um nóttina voru tveir ökumenn til viðbótar stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Þá hafði lögregla afskipti af ölvuðum unglingum í samkvæmi við Mímisveg í gærkvöldi og voru nokkrir ungir gestir færðir á lögreglustöð og síðar sóttir af foreldrum.

Lögreglan hafði einnig í þrígang afskipti af ósjálfbjarga stúlkum og reyndi að aka þeim heim, en sökum annarlegs ástands endaði ein í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×