Jón Bjarnason segir Dani ekki ráða við makríldeiluna 25. mars 2012 13:17 Jón Bjarnason er fyrrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nánast engar líkur eru taldar á því að Danir ráði við að opna á aðildarviðræður ESB við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Til stóð að opna umræðurnar í haust en þeim hefur ítrekað verið frestað og nú síðast vegna deilna um rétt Íslendinga til markrílveiða. Jón segir í pistli á heimasíðu sinni að Dani fari með formennsku í ESB þar til í júnílok og þá verði tímaáætlunin sem þarf í viðræðurnar löngu runnin út í sandinn. Auk þess hafi ríkisstjórn Dana mjög tæpan meirihluta á þingi og fellur ef Færeyingar og Grænlendingar hætta stuðningi við hana. „Færeyski þingmaðurinn Sjurður Skaale hefur sagt opinberlega við fjölmiðla að verði Færeyingar knúðir til samninga um makrílveiðar með þvingunum af hálfu ESB muni Færeyingar hætta stuðningi við stjórnina sem þar með fellur. Það eru því ekki aðeins Íslendingar sem hafa mætt óbilgirni og hótunum frá ESB vegna makrílveiðanna heldur hefur Færeyingum jafnframt verið hótað víðtækum viðskiftabönnum vegna makrílveiða þeirra," segir Jón. „ESB hefur sett skilyrði fyrir samningum við Íslendinga um makrílveiðar sem eru með öllu óaðgengilegar og myndu kosta þjóðarbúiið milljarða í töpuðum tekjum. ESB fylgir óbilgirni sinni eftir með hótunum um víðtækar viðskiftaþvinganir. Sjávarútvegsráðherra Íra segir það sína skoðun að ekki eigi að opna á aðildarviðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál fyrr en íslendingar hafa beygt sig fyrir kröfum ESB í makríldeilunni. Fleiri forystumenn í ESB löndum hafa lýst sömu skoðun og krafist eftirgjafar Íslendinga. Danska ríkisstjórnin stendur mjög veikt í þessum málum því meirihluti hennar styðst við þingmenn Grænlendinga og Færeyinga á danska þjóðþinginu. Þingmenn þeirra, geta velt ríkisstjórninni hvenær sem er, gangi ESB á hagsmuni landanna og þeir munu vafalaust ekki hika við að gera það ef á reynir. Samkvæmt FiskerForum.com hefur færeyski þingmaðurinn Sjúrður Skaale bent ráðherrum i ríkisstjórn Danmerkur á þessa stöðu, ef hún lætur undan kröfum ESB um að beita Færeyinga ofríki og viðskiftaþvingunum til hlýðni í markríldeilunni. Þá má nefna enn frekar að Grænlendingar standa í stríði við ESB vegna banns á verslun með selskinn innan ESB og hafa kært bannið til WTO, Alþjóðaviðskiftastofnunarinnar. Íslendingar hafa stutt kæru Grænlendinga formlega á alþjóðavettvangi, reyndar við lítinn fögnuð ESB," segir Jón. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Nánast engar líkur eru taldar á því að Danir ráði við að opna á aðildarviðræður ESB við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Til stóð að opna umræðurnar í haust en þeim hefur ítrekað verið frestað og nú síðast vegna deilna um rétt Íslendinga til markrílveiða. Jón segir í pistli á heimasíðu sinni að Dani fari með formennsku í ESB þar til í júnílok og þá verði tímaáætlunin sem þarf í viðræðurnar löngu runnin út í sandinn. Auk þess hafi ríkisstjórn Dana mjög tæpan meirihluta á þingi og fellur ef Færeyingar og Grænlendingar hætta stuðningi við hana. „Færeyski þingmaðurinn Sjurður Skaale hefur sagt opinberlega við fjölmiðla að verði Færeyingar knúðir til samninga um makrílveiðar með þvingunum af hálfu ESB muni Færeyingar hætta stuðningi við stjórnina sem þar með fellur. Það eru því ekki aðeins Íslendingar sem hafa mætt óbilgirni og hótunum frá ESB vegna makrílveiðanna heldur hefur Færeyingum jafnframt verið hótað víðtækum viðskiftabönnum vegna makrílveiða þeirra," segir Jón. „ESB hefur sett skilyrði fyrir samningum við Íslendinga um makrílveiðar sem eru með öllu óaðgengilegar og myndu kosta þjóðarbúiið milljarða í töpuðum tekjum. ESB fylgir óbilgirni sinni eftir með hótunum um víðtækar viðskiftaþvinganir. Sjávarútvegsráðherra Íra segir það sína skoðun að ekki eigi að opna á aðildarviðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál fyrr en íslendingar hafa beygt sig fyrir kröfum ESB í makríldeilunni. Fleiri forystumenn í ESB löndum hafa lýst sömu skoðun og krafist eftirgjafar Íslendinga. Danska ríkisstjórnin stendur mjög veikt í þessum málum því meirihluti hennar styðst við þingmenn Grænlendinga og Færeyinga á danska þjóðþinginu. Þingmenn þeirra, geta velt ríkisstjórninni hvenær sem er, gangi ESB á hagsmuni landanna og þeir munu vafalaust ekki hika við að gera það ef á reynir. Samkvæmt FiskerForum.com hefur færeyski þingmaðurinn Sjúrður Skaale bent ráðherrum i ríkisstjórn Danmerkur á þessa stöðu, ef hún lætur undan kröfum ESB um að beita Færeyinga ofríki og viðskiftaþvingunum til hlýðni í markríldeilunni. Þá má nefna enn frekar að Grænlendingar standa í stríði við ESB vegna banns á verslun með selskinn innan ESB og hafa kært bannið til WTO, Alþjóðaviðskiftastofnunarinnar. Íslendingar hafa stutt kæru Grænlendinga formlega á alþjóðavettvangi, reyndar við lítinn fögnuð ESB," segir Jón.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira