Innlent

Seðlabankastjóri fyrir alþingsnefnd og héraðsdómi í dag

Már Guðmunsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst núna klukkan hálf tíu. Fundurinn er opinn og verður sendur út bæði á sjónvarpsrás Alþingis sem og á netinu.

Síðar í dag eða klukkan tvö hefst svo málflutningur í máli seðlabankastjóra gegn ríkinu vegna skerðingar á launum hans. Eins og kunnugt er voru laun Más skert sem og annarra ríkisforstjóra þar sem launin máttu ekki vera hætti en laun forsætisráðherra.

Már byggir málflutning sinn á því að lögin sem kváðu á um launalækkunina hafi verið afturvirk en fyrir slíku sé ekki heimild í íslenskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×