Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum á Facebook

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú fetað í fótspor lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, og slegist í hóp þeirra sem nota samskiptavefinn Facebook. Samkvæmt fréttavefnum Vf.is þá er tilgangur embættisins að koma betur til móts við íbúa umdæmisins og auka upplýsingastreymi og aðgengi lögreglu.

„Vonandi fellur þessi nýbreytni íbúum vel í geð," segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í fyrstu færslu embættisins á síðunni. Þar er ekki annað að sjá en íbúar kunni vel við þessa nýjung sem hefur gagnast embættinu á höfuðborgarsvæðinu vel. Í raun svo vel að Stefán Eiríksson heldur meðal annars haldið fyrirlestra á hjá lögregluembættum á Norðurlöndum um reynslu lögreglunnar hér á landi af Facebook.

Hægt er að nálgast vefinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×