Innlent

Amfetamín í frystinum, kannabis í örbylgjuofni og sveðja á háaloftinu

Lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu um helgina, að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Við leitina fannst meint amfetamín í frysti, meint kannabis og amfetamín í örbylgjuofni og hvítt duft í boxi á eldhúsborði.

Á háalofti fannst sveðja. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við málið. Játaði hann aðild sína hvað varðaði fíkniefnin sem fundust en neitaði að eiga sveðjuna. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×